Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keli segir Bjarka Stein vera á leið til Feneyja
Bjarki skorar mark á Hlíðarenda fyrr í sumar.
Bjarki skorar mark á Hlíðarenda fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnkell Freyr Ágústsson, sem hefur komið afar öflugur inn í umræðuna um íslenska boltann, segist hafa góðar heimildir fyrir því að Bjarki Steinn Bjarkason sé á leið til Ítalíu.

Þar muni hann ganga í raðir Venezia sem er um miðja deild í næst efstu deild á Ítalíu.

Félagið er á Feneyjum sem er gríðarlega falleg borg á Ítalíu.

Bjarki er tvítugur kantmaður sem uppalinn er í Aftureldingu en undanfarin ár hefur hann leikið með ÍA í Pepsi Max-deildinni.

Hann er ekki í hóp gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í kvöld og segir Hrafnkell Freyr, sérfræðingur Dr. Football, að hann sé á leiðinni til Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner