Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 09:00
Victor Pálsson
Ekkert tilboð borist í Memphis
Mynd: Getty Images
Lyon í Frakklandi hefur ekki fengið tilboð frá Barcelona í sóknarmanninn Memphis Depay í sumar.

Frá þessu greinir Rudi Garcia, stjóri Lyon, en Memphis er sterklega orðaður við spænska stórliðið sem er undir stjórn Ronald Koeman.

Koeman er fyrrum landsliðsþjálfari Hollands og vann með Memphis. Þeir þekkjast því vel og er Koeman aðdáandi leikmannsins.

Þessi 26 ára gamli leikmaður skoraði þrennu í fyrsta leik deildarinnar nýlega en hann verður samningslaus árið 2021.

„Ég er ekki með neinar fréttir um þetta mál. Ég held að Juninho [yfirmaður knattspyrnumála] og forsetinn hafi talað skýrt, við höfum ekki fengið nein tilboð," sagði Garcia.

Memphis var áður á mála hjá Manchester United en það gekk lítið upp hjá honum á Englandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner