Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. september 2021 11:42
Elvar Geir Magnússon
Hissa á að hafa náð að halda Moore
Kieffer Moore.
Kieffer Moore.
Mynd: Getty Images
Mick McCarthy, stjóri Cardiff City, viðurkennir að það hafi komið sér á óvart að félagið hafi náð að halda velska sóknarmanninum Kieffer Moore.

Þessi 29 ára leikmaður skoraði 20 deildarmörk fyrir Cardiff á síðasta tímabili og Wolverhampton Wanderers sýndi honum áhuga.

Úlfarnir gengu þó ekki að verðmiða Cardiff.

„Ég er í skýjunum með að halda honum. Ég er viss um að hann hafði áhuga á að fara í úrvalsdeildina. Þú vilt ekki missa leikmann sem skoraði 20 mörk tímabilið á undan," segir McCarthy.

„Hann hefur verið magnaður fyrir okkur. Ég er ekki með skýringu á því af hverju það kom ekki stórt tilboð í hann. Í hreinskilni sagt þá er ég hissa á því."

Cardiff er með átta stig eftir fimm umferðir í Championship-deildinni en liðið mætir Nottingham Forest á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner