Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. september 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það kemur eitthvað frá mér um þetta mjög fljótt"
Villi ánægður í leikslok.
Villi ánægður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið rætt og ritað um möguleg þjálfaraskipti hjá kvennaliði Breiðabliks. Vilhjálmur Kári Haraldsson tók við liðinu snemma á árinu þegar Þorsteinn Halldórsson, fyrrum þjálfari liðsins, var ráðinn landsliðsþjálfari.

Vilhjálmur var til viðtals í gær í kjölfar þess að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Breiðablik vann í gær Osijek 3-0 í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ZNK Osijek

Riðlakeppnin hefst í október en framundan hjá Breiðabliki er lokaleikurinn í Pepsi Max-deildinni og bikarúrslitaleikur. Villi var spurður hvort hann yrði þjálfari Breiðabliks í riðlakeppninni.

„Ég ætla ekki að ræða þetta ég vil tala við mína leikmenn fyrst. Það er ekki rétti tímapunkturinn að ræða þetta núna. Það kemur eitthvað frá mér um þetta mjög fljótt," sagði Villi.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hefur verið sterklega orðaður við starfið hjá Breiðabliki.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Villa í heild.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner