Félagaskiptaglugginn lokaði á mánudagskvöld en ensk úrvalsdeildarfélög geta enn skipt við félög í Championship-deildinni.
Englandsmeistararnir í Liverpool eru sagðir íhuga að nýta sér þann möguleika og eru þeir sagðir horfa til markvarðar Stoke City.
Englandsmeistararnir í Liverpool eru sagðir íhuga að nýta sér þann möguleika og eru þeir sagðir horfa til markvarðar Stoke City.
Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker verður fjarri góðu gamni næstu sex vikurnar og Adrian varði mark liðsins gegn Aston Villa um síðustu helgi.
Adrian gerði mistök sem kostuðu mark snemma leiks og fékk alls á sig sjö mörk í leiknum. Þá átti hann ekki sinn besta dag gegn Atletico Madrid á síðustu leiktíð þegar Liverpool gat komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Hinn 27 ára Jack Butland er sagður líklegasta nafnið ef Liverpool ætlar að fá inn nýjan markvörð. Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður, tjáði sig um möguleikann við Football.Isinder.
„Ég get séð Liverpool fá inn markmann eins og Jack Butland á stuttum samningi. Þeir þurfa markmann eins og hann."
Athugasemdir