Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. október 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmenn kusu: Thiago það besta í glugganum og Cavani það versta
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn The Athletic stóð nýverið fyrir kosningu meðal 18 umboðsmanna um félagaskiptagluggann sem lokaði í vikunni.

Að mati þessara umboðsmanna voru kaupin á Thiago til Liverpool bestu kaupin í félagaskiptaglugganum, þau kaup fengu 28 prósent atkvæði. Í öðru sæti voru skipti James Rodriguez til Everton og í þriðja sæti voru kaup Everton á miðjumanninum Allan frá Napoli.

„Frábær leikmaður á fáránlega lágu verði," sagði einn umboðsmaður um Thiago en Spánverjinn kostaði Liverpool 20 milljónir punda, sem gæti hækkað í 25 milljónir punda.

Þegar kom að verstu skiptunum var Manchester United í aðalhlutverki. Edinson Cavani til Man Utd fékk 28 prósent atkvæða í kosningunni á verstu dílnum, Donny van de Beek til United fékk 11 prósent og svo fengu margir 6 prósent atkvæða.

„Tímasetning, umboðsmenn, aldur, laun, allt. Þetta snýst bara um að selja treyjur í ákveðnum hluta heimsins," sagði einn umboðsmaður um ákvörðun Man Utd að semja við hinn 33 ára gamla Cavani.

Van de Beek skoraði lágt vegna þess að hann er ekki leikmaður sem Man Utd þurfti mikið á að halda.

Everton átti besta gluggann að mati umboðsmanna. Aston Villa í öðru sæti og Chelsea í þriðja sæti. Man Utd átti slakasta gluggann.

Greinina má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner