Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 10. október 2023 13:00
Ástríðan
Lið ársins
Lið ársins og bestu menn í 3. deildinni 2023
Kristófer Páll Viðarsson er leikmaður ársins.
Kristófer Páll Viðarsson er leikmaður ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kormákur/Hvöt komst upp.
Kormákur/Hvöt komst upp.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Papa Diounkou.
Papa Diounkou.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fylgdist grannt með 3. deildinni og valnefnd þáttarins valdi úrvalslið keppnistímabilsins, í boði Jakosport. Það var opinberað í uppgjörsþætti sem kom inn í morgun. Reynir Sandgerði vann deildina og Kormák/Hvöt endaði í öðru sæti. Hér að neðan má líta úrvalsliðið augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins valdir.



Uros Djuric - Kormákur/Hvöt

Nemanja Lekanic - Árbær
Benedikt Jónsson - Reynir
Hafþór Pétursson - Kári
Papa Diounkou - Kormákur/Hvöt

Jonatan Aaron Belányi - Árbær
Lazar Cordasic - Kormákur/Hvöt
Goran Potkozarac - Kormákur/Hvöt
Kristófer Páll Viðarsson - Reynir

Ismael Sidibe - Kormákur/Hvöt
Julio Cesar Fernandes - Reynir



Varamenn:
Darri Bergmann Gylfason - Augnablik
Leonard Zmarzlik - Reynir
Sigurður Karl Gunnarsson - Árbær
Hammed Lawal - Víðir
Guðfinnur Þór Leósson - Kári
Dani Beneitez - Víðir
Helgi Þór Jónsson - Víðir
Pétur Óskarsson - Elliði


Þjálfari ársins: Ingvi Rafn Ingvarsson - Kormákur/Hvöt
Tók við sem spilandi þjálfari í maí eftir að Aco Pandurevic lét af störfum. Undir hans stjórn náði liðið að komast upp í 2. deildina. Liðinu var spáð 9. sæti fyrir mótið.

„Ég tók þetta því mér þykir vænt um klúbbinn. Það þarf fjármagn ef það á að koma þjálfari á Blönduós. Það veitir mér ánægju að sjá að liðið nær árangri, peningarnir eru ekki aðalmálið í þessu," segir Ingvi í þættinum en hann veit ekki hvort hann muni halda áfram sem þjálfari.

Leikmaður ársins: Kristófer Páll Viðarsson - Reynir
„Ég bjóst við þessu, mér fannst ég eiga þetta skilið. Það er ekkert verðmætara í fótbolta en mörk," segir Kristófer Páll í þættinum. Hann skoraði sautján mörk í 3. deildinni í sumar og kom að mörkum í nánast öllum leikjum sem hann spilaði. Kristófer segist hafa sett sér það markmið að verða bestur í deildinni og náði því markmiði.

Efnilegastur: Aron Snær Guðbjörnsson - Elliði
„Var langbesti leikmaður Elliða þegar hann spilaði," segir Gylfi Tryggvason. Þessi nítján ára leikmaður spilaði sem varnartengiliður fyrir Elliða eftir að hafa komið á láni frá Fylki.

Eldri lið ársins í 3. deild
Lið ársins í 3. deild 2022
Lið ársins í 3. deild 2021
Lið ársins í 3. deild 2020
Ástríðan - Uppgjör í 3. deild
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner