mið 02.nóv 2022 07:00 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson |
|
Lið ársins og bestu menn í 3. deildinni 2022
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fylgdist grannt með 3. deildinni og valnefnd þáttarins valdi úrvalslið keppnistímabilsins, í boði Jakosport. Það var opinberað í uppgjörsþætti eftir tímabilið. Sindri vann deildina og Dalvík/Reynir endaði í öðru sæti. Hér að neðan má líta úrvalsliðið augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins valdir.
Þröstur Mikael Jónasson átti frábært tímabil með Dalvík/Reyni.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Henrik lék vel með KFG og var kallaður til baka í Stjörnuna í glugganum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann átti gott tímabil með Víði, var markahæstur í deildinni með sautján mörk.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Ingi Rúnarsson - Dalvík/Reynir
Þröstur Mikael Jónasson - Dalvík/Reynir
Þorlákur Helgi Pálmason - Sindri
Páll Halldór Jóhannesson - KFG
Kári Pétursson - KFG
Abdul Bangura - Sindri
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson - Dalvík/Reynir
Andri Júlíusson - Kári
Jóhann Þór Arnarsson - Víðir
Hermann Þór Ragnarsson - Sindri
Borja Lopez Laguna - Dalvík/Reynir
Varamenn:
Dino Hodzic - Kári (m)
Hammed Obafemi Lawal - Víðir
Kristján Gunnarsson - Elliði
Arnar Sigþórsson - ÍH
Goran Potkozarac - Kormákur/Hvöt
Kristinn Justiniano Snjólfsson - Sindri
Henrik Máni B. Hilmarsson - KFG
Þjálfari ársins: Óli Stefán Flóventsson - Sindri
Fer í annað sinn upp úr þessari deild á sínum ferli, gerði það einnig 2012. Hann tók við liðinu 2020, endaði í 4. sæti í fyrra og fór upp í ár. Hann bjó til besta lið deildarinnar og fékk alla með í verkefnið.
Leikmaður ársins: Þröstur Mikael Jónasson - D/R
Fór heim í Dalvík/Reyni eftir veru í Grindavík, lék þrjár stöður (miðvörð, vængbakvörð og miðju) á tímabilinu og skoraði ellefu mörk. Besti leikmaður Dalvíkur/Reynis sem endaði í 2. sæti deildarinnar.
Efnilegastur: Henrik Máni B. Hilmarsson - KFG
Lék með KFG fyrri hluta tímabilsins og skildi við KFG í toppsæti deildarinnar. Á meðan hann spilaði í deildinni var hann einn besti leikmaður hennar. Fór svo að spila í Bestu deildinni. Ekki af ástæðulausu sem Gústi Gylfa hefur veitt honum traustið í Stjörnunni.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |