Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 10. nóvember 2020 19:30
Aksentije Milisic
„Líklega mistök að framlengja ekki við Cavani og Silva"
Mynd: Getty Images
Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, hefur viðurkennt það að félagið hafi líklega gert mistök með því að leyfa þeim Edinson Cavani og Thiago Silva að fara á frjálsri sölu síðasta sumar.

PSG bauð leikmönnunum tveimur ekki nýja samninga og enduðu þeir báðir á því að fara í ensku úrvalsdeildina. Cavani fór til Man Utd á meðan Silva gekk í raðir Chelsea.

Meiðsli hafa herjað á PSG á þessari leiktíð og hafa menn eins og Mauro Icardi, Neymar og Kylian Mbappe allir verið frá.

Cavani skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í 3-1 sigri á Everton um síðustu helgi og þá hefur Silva farið vel af stað með Chelsea. Leonardo telur að mistök hafi verið gerð með því að leyfa þeim að fara.

„Á einu augnabliki þurftum við að spyrja sjálfa okkur, hvað ætlum við að gera?" sagði Leonardo.

„Við töluðum hreint út við þá. Við gátum ekki gefið þeim nákvæmlega það sem þeir vildu. Þetta var tímapunkturinn til að treysta á Marquinhos og Kimpembe. Þetta var erfið ákvörðun og líklega gerðum við mistök".

Athugasemdir
banner
banner
banner