Benjamin Sesko er með heiðursmannasamkomulag við félagið sitt RB Leipzig. Hann mun að öllum líkindum yfirgefa félagið næsta sumar.
Hann var orðaður við Arsenal síðasta sumar en enska félagið nældi ekki í hann en í staðin skrifaði hann undir samning við þýska félagið.
Þrátt fyrir þetta svokallaða heiðursmannasamkomulag verður hann ekki gefins en samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi mun Leipzig setja allt að 60 milljón punda verðmiða á hann.
Arsenal hefur sárvantað markaskorara á þessu tímabili en Kai Havertz er markahæstur aðeins með fjögur mörk í úrvalsdeildinni. Sesko hefur skorað sjö mörk í 15 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir