Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   sun 10. nóvember 2024 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Óvænt tap Barcelona í Baskalandi - Orri Steinn spilaði hálftíma
Orri Steinn í baráttunni gegn Barcelona í kvöld
Orri Steinn í baráttunni gegn Barcelona í kvöld
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez gerði sigurmark Atlético
Julian Alvarez gerði sigurmark Atlético
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad unnu óvæntan 1-0 sigur á toppliði Barcelona í La Liga í kvöld.

Börsungar hafa úrbeinað hvern andstæðinginn á fætur öðrum í deildinni á þessari leiktíð en því tókst ekki að nota sömu aðferð á Sociedad.

Robert Lewandowski kom boltanum að vísu í netið á 13. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Afar umdeildur dómur en í endursýningunni virtist hann klárlega í línu við varnarmann.

Tuttugu mínútum síðar skoraði Sheraldo Becker eina mark leiksins er miðjumaðurinn Luka Sucic náði að skalla boltann aftur fyrir sig og inn fyrir á Becker sem lagði hann snyrtilega í hægra hornið.

Barcelona var meira með boltann í leiknum en það var Sociedad sem skapaði sér betri færi. Mikel Oyarzabal gat tvöfaldað forystuna undir lok fyrri hálfleiks er hann fékk frábæra sendingu frá Becker en setti boltann framhjá af stuttu færi.

Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir og náði að valda alls konar usla í fremstu víglínu.

Sociedad hélt út og vann mikilvægan 1-0 sigur. Annað tap Barcelona sem er áfram á toppnum með 33 stig en Sociedad komið upp í 8. sæti með 18 stig.

Julian Alvarez var hetja Atlético Madríd í 1-0 sigrinum á Real Mallorca og þá skoraði Yangel Herrera eina mark Girona í eins marks sigri á Getafe.

Betis 2 - 2 Celta
0-1 Javi Rodriguez ('13 )
1-1 Vitor Roque ('40 )
1-2 Anastasios Douvikas ('83 )
2-2 Marc Bartra ('90 )

Getafe 0 - 1 Girona
0-1 Yangel Herrera ('42 )

Valladolid 1 - 1 Athletic
1-0 Raul Moro ('79 )
1-1 Gorka Guruzeta ('90 )

Mallorca 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez ('61 )

Real Sociedad 1 - 0 Barcelona
1-0 Sheraldo Becker ('33 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 11 0 2 40 12 +28 33
2 Real Madrid 12 8 3 1 25 11 +14 27
3 Atletico Madrid 13 7 5 1 19 7 +12 26
4 Villarreal 12 7 3 2 23 19 +4 24
5 Osasuna 13 6 3 4 17 20 -3 21
6 Athletic 13 5 5 3 19 13 +6 20
7 Betis 13 5 5 3 14 12 +2 20
8 Real Sociedad 13 5 3 5 11 10 +1 18
9 Mallorca 13 5 3 5 10 10 0 18
10 Girona 13 5 3 5 16 17 -1 18
11 Celta 13 5 2 6 20 22 -2 17
12 Vallecano 12 4 4 4 13 13 0 16
13 Sevilla 13 4 3 6 12 18 -6 15
14 Leganes 13 3 5 5 13 16 -3 14
15 Alaves 13 4 1 8 14 22 -8 13
16 Las Palmas 13 3 3 7 16 22 -6 12
17 Getafe 13 1 7 5 8 11 -3 10
18 Espanyol 12 3 1 8 11 22 -11 10
19 Valladolid 13 2 3 8 10 25 -15 9
20 Valencia 11 1 4 6 8 17 -9 7
Athugasemdir
banner
banner
banner