María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði og lagði upp er Linköping gerði 2-2 jafntefli við Kristianstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Linköping er fallið niður um deild og því aðeins verið að stefna því að klára tímabilið með sæmd.
María hefur verið besti leikmaður liðsins á annar dapri leiktíð, en hún kom að báðum mörkum liðsins í kvöld.
Kristianstad komst í tveggja marka forystu snemma leiks. Alexandra Jóhannsdóttir lagði upp fyrra mark Kristianstad en hún og Elísa Lana Sigurjónsdóttir byrjuðu báðar í liði Kristianstad.
María minnkaði muninn á 29. mínútu lagði síðan upp jöfnunarmarkið hálftíma fyrir leikslok.
Hún hefur komið að tíu mörkum í 25 leikjum með Linköping í deildinni á þessari leiktíð.
Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar með 38 stig þegar ein umferð er eftir en Linköping með 16 stig í næst neðsta sæti.
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn er Freiburg lagði Bayer Leverkusen að velli, 2-1, í þýsku deildinni.
Freiburg hafði tapað þremur leikjum í röð fram að leiknum gegn Leverkusen.
Liðið er nú í 7. sæti þýsku deildarinnar með 16 stig.
Athugasemdir



