Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. desember 2023 15:15
Aksentije Milisic
Annað belgískt félag hefur áhuga á Hákoni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Hákon Rafn Valdimarsson, leikmaður Elfsborg og íslenska landsliðsins, er orðaður við Gent í Belgíu en hann hefur einnig verið orðaður við Anderlecht að undanförnu.


Hákon var valinn markvörður ársins í Svíþjóð og þriðji besti leikmaður deildarinnar þegar Elfsborg hafnaði í öðru sætinu.

Í kjölfarið fékk Hákon tækifæri í markinu hjá íslenska landsliðinu þar sem hann stóð sig með prýði í 2-0 tapi gegn Portúgal í undankeppni EM.

Hann er orðaður við Gent en liðið mætti Breiðablik í Sambandsdeildinni á dögunum þar sem Gent vann 2-3 sigur á Laugardalsvellinum. Gent vann þá fyrri leikinn með fimm mörkum gegn engu.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í málum hins 22 ára gamla Hákons en belgískir fjölmiðlar segja að Gent hafi lagt fram tilboð í markmanninn. Formaður Elfsborg neitar þeim fréttum hins vegar.

„Það er mikill áhugi á Hákoni frá liðum erlendis. Það þurfa allir aðilar að vera sáttir svo niðurstaða náist. Við tölum mikið við Hákon og við sjáum hvað gerist," sagði Stefan Andreasson.Athugasemdir
banner