Heimild: Vísir
Grétar Snær Gunnarsson leikmaður FH er höfuðkúpubrotinn en hann og bróðir hans lentu í því að hafa verið byrlað og svo lamdir illa í ferðalagi í Taílandi.
Bróðir hans er Andri Geir, annar af umsjónarmönnum hlaðvarpsins Steve Dagskrá. Þeir voru lengur í Taílandi en til stóð þar sem þeir dvöldu á sjúkrahúsi um tíma.
Bróðir hans er Andri Geir, annar af umsjónarmönnum hlaðvarpsins Steve Dagskrá. Þeir voru lengur í Taílandi en til stóð þar sem þeir dvöldu á sjúkrahúsi um tíma.
„Ég er að drepast. Já, þetta var svakalegt en nú verð ég að sofa og svona," segir Grétar í samtali við Vísi.
Grétar lék fimmtán leiki með FH í Bestu deildinni á liðnu tímabili en hann lenti í því í leik gegn Vestra í júlí að þrjú rifbein brotnuðu eftir harkalegt samstuð.
Grétar er 27 ára og er fyrrum leikmaður KR og fleiri félaga.
Athugasemdir