Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 11. febrúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Ingibjörg í eldlínunni í 32-liða úrslitum
Ingibjörg Sigurðardóttir spilar gegn Bröndby í dag
Ingibjörg Sigurðardóttir spilar gegn Bröndby í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby og Vålerenga eigast við í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag en tveir Íslendingar eru á mála hjá Vålerenga.

Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið besti leikmaður Vålerenga og norsku deildarinnar frá því hún kom frá Djurgården á síðasta ári.

Amanda Andradóttir gekk þá til liðs við Vålerenga frá Nordsjælland undir lok síðasta árs en hún þykir með efnilegustu leikmönnum Íslands.

Upphaflega áttu liðin að mætast í tveimur leikjum í desember en var frestað vegna kórónaveirunnar. Þá er ekki hægt að spila í Noregi og var því ákveðið í samvinnu við UEFA að spila einn leik í Danmörku.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer sigurliðið því beint í 16-liða úrslit.

Leikur dagsins:
14:00 Bröndby - Vålerenga
Athugasemdir
banner
banner