Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Gylfi hafi verið framúrskarandi
Gylfi í viðtali eftir sigurinn í gær.
Gylfi í viðtali eftir sigurinn í gær.
Mynd: Getty Images
Leon Osman, fyrrum miðjumaður Everton, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé farinn að hafa vaxandi áhrif á lið Everton.

Gylfi lék á als oddi í bikarsigri gegn Tottenham í gær en hann skoraði eitt mark og lagði upp þrjú.

Osman hrósar Gylfa í hástert.

„Að spila leik þar sem maður nær marki, þremur stoðsendingum og koma að fleiri jákvæðum hlutum í leik Everton... mér fannst hann framúrskarandi í þessum leik," sagði Osman.

„Hann hefur haft vaxandi áhrif á Everton. Leikurinn í gær byrjaði ekki vel fyrir hann því hann átti að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham. En eftir það þá kom hann að öllu því jákvæða í spilamennsku Everton."

„Hann er á frábæru skriði og heldur James Rodriguez út úr liðinu sem stendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner