Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2021 15:38
Elvar Geir Magnússon
Vestri fær tvo Dani - Annar á 100 leiki í úrvalsdeild (Staðfest)
Nicolaj Madsen í leik í dönsku úrvalsdeildinni.
Nicolaj Madsen í leik í dönsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Vestri
Vestri hefur fengið dönsku leikmennina Nicolaj Madsen og Casper Gandrup til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar.

Nicolaj, sem kemur til Vestra frá þýska liðinu Unterhaching, er 32 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Danmörku, sem er 188cm á hæð. Ásamt því að geta spilað á miðjunni getur hann leyst stöðu hægri kantmanns.

„Nicolaj á yfir 100 leiki í efstu deild í Danmörku og því um mjög öflugan leikmann að ræða, sem mun styrkja okkur mikið á miðsvæðinu," segir á heimasíðu Vestra.

Nicolaj hefur meðal annars spilað með SönderjyskE, Vejle og Köge á ferlinum.

Casper Gandrup kemur til Vestra frá Viborg í dönsku B-deildinni en hann er 21. árs vinstri kantmaður sem getur líka komið inn á miðjuna. Casper á tvo leiki að baki með U19 ára landsliði Dana.

„Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með að vera búnir að skrifa undir hjá Vestra og hlökkum til að sjá þá leika listir sínir á Olísvellinum."
Athugasemdir
banner