Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   sun 11. febrúar 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Grindavík vann Fram í fimm marka leik
Grindavík vann Fram
Grindavík vann Fram
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fram 2 - 3 Grindavík
1-0 Thelma Lind Steinarsdóttir ('9 )
1-1 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('21 )
1-2 Dröfn Einarsdóttir ('58 )
1-3 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('66 )
2-3 Alda Ólafsdóttir ('74 )

Grindavík vann Fram, 3-2, í B-deild Lengjubikarsins í Miðgarði í kvöld.

Thelma Lind Steinarsdóttir kom Frömurum á bragðið á 9. mínútu en Grindvíkingar svöruðu tólf mínútum síðar með marki Sigríðar Emmu F. Jónsdóttur.

Dröfn Einarsdóttir kom Grindvíkingum í forystu á 58. mínútu áður en Sigríður Emma bætti við öðru marki sínu átta mínútum síðar.

Alda Ólafsdóttir, sem kom til Fram frá Fjölni fyrir tímabilið, minnkaði muninn á 74. mínútu en lengra komust Framarar ekki og lokatölur því 3-2 Grindavík í vil.

Grindavík er því á toppnum með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en Fram án stiga.
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 2 2 0 0 11 - 2 +9 6
2.    ÍA 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
3.    Grótta 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
4.    HK 2 1 0 1 3 - 3 0 3
5.    Grindavík 2 1 0 1 4 - 5 -1 3
6.    FHL 1 0 0 1 1 - 2 -1 0
7.    ÍR 2 0 0 2 0 - 4 -4 0
8.    Fram 2 0 0 2 4 - 12 -8 0
Athugasemdir
banner
banner