Víkingur R. er spáð ellefta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.
Hjá Víkingi er það Atli Hrafn Andrason sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Atla Hrafn í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Hjá Víkingi er það Atli Hrafn Andrason sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Atla Hrafn í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Fullt nafn: Atli Hrafn Andrason
Gælunafn: Sigurður Óskar
Aldur: tvítugur
Hjúskaparstaða: á lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17. maí 2015 spilaði ég minn fyrsta leik í efstu deild með KR en ég spilaði minn fyrsta mfl leik fyrr um veturinn.
Uppáhalds drykkur: Nocco Caribbean
Uppáhalds matsölustaður: Haninn eða Five guys erfitt að velja á milli
Hvernig bíl áttu: Toyota
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Rick and Morty
Uppáhalds tónlistarmaður: Future Hendrix
Uppáhalds samskiptamiðill: Omegle eða Chatroulette, allir orðnir vel þreyttir á insta og snapchat
Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Dagur Þorsteinsson á sín moment
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kökudeig, Oreo og Jarðaber en persónulega er ég meira fyrir hreint skyri
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "já getur komið á miðvikudaginn"
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Manchester United en ef það væri eini valmöguleikinn þá myndi maður neyðast í það.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho, líklegast dýrasti leikmaður heims eftir 1-2 ár.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Þeir gerðu mig að þeim leikmanni sem ég er í dag.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þó að ég hafi aldrei spilað á móti honum þá veit ég hversu tregur hann var/er inná vellinum og það er Guðmundur Andri Trygvason eða "Galdri".
Sætasti sigurinn: Útisigur á móti KR í fyrra, á mínum heimaslóðum var mjög sætur sigur.
Mestu vonbrigðin: Komast ekki áfram í lokakepnni EM U17 út af ógeðslegu sjálfsmarki gegn sterku liði Frakka.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gary Martin, guaranteed 10 mörk og hleypur mikið.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Styrkja íslensku deildina fjárhagslega með því að leyfa allar auglýsingatekjur klúbbana. Þar að segja auglýsingar sem eru bannaðar í íslensku deildinni.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Sigurðsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðlaugur Fannar með gott tan er tía.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hrafnhildur Agnarsdóttir.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: snitches get stitches...
Uppáhalds staður á Íslandi: Vesturbæjarlaug klikkar seint
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eftir leik við Liverpool U19 hraunaði þáverandi þjálfari Liverpool yfir framherjann okkar og sagði við hann að hann myndi spila í utandeildinni eftir 3-4 ár og þá myndi hann hringja í hann og segja "I told you so". Þjálfarinn var enginn annar en Steven Gerrard.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Grænt te og góð bók klikkar seint.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki nógu mikið, ég horfi á NBA, UFC, og NFL þegar það er superbowl.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku sennilega, er með studentspróf í dönsku en myndi ekki segja að það sé hægt að taka mark á því.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Hard rock Hallelujah var ákveðinn game changer. Það er sennilega fyrsta minningin mín þegar það kemur að Eurovision var 7 ára á þeim tíma.
Vandræðalegasta augnablik: Í Fulham voru frystiklefar (-120C) notaðir í recovery og ég var meiddur á þeim tíma og fór með aðalliðinu í recovery session. Ég gleymdi að fara í skó og var því berfættur og fattaði það ekki fyrr en ég var búinn með eina mínútu af tveimur. Þegar ég fattaði hvað var í gangi panikeraði ég og hugsaði hvað ég ætti að gera. Ég endaði á því að segja markmanninum að ég þyrfti að standa á skónum hans því fæturnir væru að brenna. Það tók mig 4-6 daga að jafna mig á blöðrunum sem ég fékk eftir frosbrunann.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka Kolbein Finns með mér því það er hægt að segja honum fyrir verkum. Alex Þór Hauksson til að halda ró og skynsemi í hópnum og að lokum myndi ég velja Sölva Geir Ottesen, hann væri góður í svona survival of the fittest aðstæðum.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með 550 wins í Fortnite
Athugasemdir