Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 11. maí 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
McBurnie brást við með ofbeldi þegar myndband var tekið af honum
Oli McBurnie, sóknarmaður Sheffield United.
Oli McBurnie, sóknarmaður Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Lögreglan hefur yfirheyrt Oli McBurnie, sóknarmann Sheffield United, eftir að myndband var opinberað á samfélagsmiðlum þar sem skoski landsliðsmaðurinn sést ráðast á Elliott Wright, 21 árs tryggingasölumann.

Á myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést McBurnie nálgast Wright. Hann tekur svo símann af honum og grýtir honum í jörðina þar sem hann traðkar á honum.

Svo beitir McBurnie ofbeldi, kýlir og sparkar í Wright. Samkvæmt fréttum endaði Wright með glóðarauga.

Wright segist hafa skotið á McBurnie og gert grín að falli Sheffield United úr ensku úrvalsdeildinni.

„Ég sá hann vera að rífast við þessa stelpu. Ég var með tveimur félögum mínum og hann var orðinn hávær. Ég sagði í gríni: 'Róaðu þig maður, þetta getur varla verið alvarlegra en að falla úr deildinni'," segir Wright.

„Hann sagði mér að láta símann niður en ég sagði 'Af hverju ætti ég að gera það?' Þá réðst hann á mig, ég fékk nokkur högg áður en félagi minn dró hann í burtu. Hann, stelpan og annar gaur gengu þá í burtu."

Samkvæmt frétt Mirror er McBurnie í gæsluvarðhaldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner