Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 11. maí 2021 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 4. sæti
Völsungi er spáð 4. sæti í 2. deild
Völsungi er spáð 4. sæti í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Krista Eik verður mikilvæg fyrir lið Völsungs
Krista Eik verður mikilvæg fyrir lið Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalsteinn Jóhann er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Völsungs
Aðalsteinn Jóhann er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Völsungur
5. ÍR
6. Sindri
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 10. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfari: Aðalsteinn Jóhann Friðriksson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Sindra.

Völsungar áttu erfitt uppdráttar í Lengjudeildinni síðasta sumar og liðið ætlar sér að bæta fyrir það. Leikmannahópurinn er mikið breyttur frá síðasta tímabili og reyndir og sterkir leikmenn horfnir á braut. Ungu stelpurnar fá því stór hlutverk og mikilvægt er að erlendu leikmennirnir þrír standi undir væntingum.

Lykilmenn: Krista Eik Harðardóttir, Árdís Rún Þráinsdóttir, Sarah Elnicky

Gaman að fylgjast með: Hin 16 ára Berta María Björnsdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu. Hún fær eldskírnina í alvörunni í sumar og verður gaman að fylgjast með.

Við heyrðum í Alla þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:

Hvað finnst þér um að vera spáð 4. sætinu?

„Það er bara alveg ljómandi og kemur okkur nákvæmlega ekkert á óvart. Mig grunar þó að fæstir af þeim sem tóku þátt í að græja þessa spá hafi séð mikið frá okkur í vetur og byggi þetta á afrekum fyrri ára að mestu..”

Hver eru markmið Völsungs fyrir sumarið?

„Við setjum markið alltaf hátt á Húsavík og breytum við ekkert frá því í ár. Við ætlum okkur að vera að berjast sem næst toppnum og förum því í hvern leik til að ná í 3 stig. Hvað það skilar okkur svo í lok ágústmánaðar það verður að koma í ljós.”

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Bara fínt miðað við allt. Undirbúningstímabil á Íslandi eru alltaf löng og þó covid hafi nagað einhverjar vikur af því þá er ekki til nein afsökun fyrir því að vera ekki tilbúnar þegar tímabili hefst.”

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Það hafa orðið töluvert fleiri breytingar en við hefðum kosið. Einhverjir leikmenn hafa farið og reynt fyrir sér á stærra sviði, aðrar helst úr lestinni. Við höfum bætt við okkur erlendum leikmönnum sem eru mjög spennandi og svo eru ungir leikmenn í Völsungi sem eru til alls líklegir.“

Við hverju má búast af 2.deild í sumar?

„Ég á von á því að það verði einhver getumunur milli liða í deildinni og að það eigi eftir að vera nokkur lið sem slíti sig frá hinum liðunum. Þar verði hörð keppni og gæti verið dýrkeypt að misstíga sig of mikið ef maður ætlar að taka þátt í þeirri baráttu.
Hin liðin eiga svo eftir að reita stig hvert af öðru og því ekki eiga möguleika á að blanda sér að ráði í baráttu um að komast í úrslitakeppni. Vonandi náum við að vera eitt af þeim liðum sem ná að slíta sig frá hinum liðunum og berjumst á toppnum..“


Ertu sáttur við keppnisfyrirkomulag í deildinni?

„Ég er langt frá því. Getumunur milli deilda í kvennaboltanum á Íslandi er alltof mikill og svona fyrirkomulag er ekki til þess fallið að 2. deildin nálgist 1. deildina og síður en svo.“

Komnar:
Samara Lino
Sarah Elnicky
Mar Sánchez
Ólöf Rún Rúnarsdóttir frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni

Farnar:
Arnhildur Ingvarsdóttir í Víking
Dagbjört Ingvarsdóttir í Víking
Guðrún Þóra Geirsdóttir í Selfoss
Cristina Settles
Ashley Herndon
Arna Benný Harðardóttir
Fríða Katrín Árnadóttir
Brynja Ósk Baldvinsdóttir
Guðrún María Guðnadóttir
Lára Hlín Svavarsdóttir
Anna Guðrún Sveinsdóttir
Kristný Ósk Geirsdóttir
Harpa Ásgeirsdóttir

Fyrstu leikir Völsungs:
13. maí SR - Völsungur
24. maí Völsungur - KH
29. maí KM - Völsungur
Athugasemdir
banner
banner