Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Palmer í banastuði
Cold Palmer.
Cold Palmer.
Mynd: EPA
Cole Palmer er í banastuði hjá Chelsea sem er að vinna PSG 2-0 í úrslitaleiknum á HM félagsliða.

Bæði mörkin voru keimlík en í fyrra markinu átti Robert Sanchez langa sendingu fram völlinn á Malo Gusto sem lagði boltann á Palmer sem skaut við vítateigslínuna í fjærhornið.

Fyrra markið kom á 22. mínútu og eftir hálftíma leik átti Levi Colwill langa sendingu á Palmer sem kom sér inn á teiginn og skoraði í sama hornið.

PSG hafði aðeins fengið eitt mark á sig í keppninni fyrir leikinn en það var í 1-0 tapi gegn Botafogo í 2. umferð riðlakeppninnar.





Athugasemdir
banner