Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal nálgast samkomulag við Sporting
Mynd: EPA
Arsenal er nálægt því að ná samkomulagi við Sporting um kaupverð á framherjanum Viktor Gyökeres.

Viðræðurnar hafa gengið afar illa. Gyökeres taldi að hann hafi gert samkomulag við Sporting um að hann gæti yfirgefið félagið fyrir 70 milljónir evra í sumar.

Frederico Varandas, forseti Sporting, segir að þetta samkomulag sé bara vitleysa og félagið hefur hafnað öllum tilboðum frá Arsenal til þessa en The Athletic greinir frá því að félögin séu við það að ná samkomulagi.

Gyökeres er allt annað en sáttur með meðferðina sem hann fær hjá Sporting. Hann átti að mæta til æfinga í gær en mætti ekki og Varandas sagði að hann muni fá háa sekt.
Athugasemdir
banner