Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   sun 13. júlí 2025 20:45
Sölvi Haraldsson
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Björn Daníel skoraði tvö í dag.
Björn Daníel skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Góð frammistaða í heildina. Við fengum fyrsta markið auðvitað gefins en það var mikilvægt að ná inn öðru markinu fyrir hálfleikinn. Þriðja markið sem við skorum var virkilega mikilvægt og drepur leikinn. Það er oft þannig að þegar það er erfitt hjá liðum að þá brotna þau og við nýttum okkur það í lokin með að setja tvö í viðbót. Heilt yfir nýttum við okkar færi og stöðurnar okkar sem hefur kannski vantað hjá okkur í sumar, gott að gera það.“ sagði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 5-0 sigur á KA í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

Fannst Birni leikurinn vera einhverntímann í hættu fyrir FH?

„Mér fannst þeir aldrei fá einhver dauðafæri, þeir komust í álitlegar stöður öðru hvoru en gerðu sér kannski ekkert úr því. Það er langt síðan ég vann 5-0. Það er alltaf þægilegt þegar maður kemur útaf að geta sest niður og slappað af. Það er gaman að vinna leiki 1-0 en það er gaman að vinna leiki þægilega líka.“

Björn Daníel skaut á sérfræðinga Stúkunnar á X-inu í vikunni þar sem var verið að ræða gras og gervigras á Íslandi, færsluna má finna neðst í fréttinni. FH er graslið og líður betur á grasi. Björn var spurður nánar út í þessa færslu, hvað hann átti við.

„Ég er nú ekki vanur að tjá mig um svona hluti en það var verið að tala um að einhverjar lélegar sendingar og snertingar eftir seinasta leik. En ég fékk það bara staðfest að sendingaprósentan í seinasta leik gegn Stjörnunni var ekkert mikið slakari en í flestum öðrum leikjum í deildinni sem voru á gervigrasi. Eina sem fer í taugarnar á mér er að það er umfjöllun um íslenskan fótbolta og þú ert með besta grasvöll á landinu. Í staðinn fyrir að tala jákvætt um það og gera umfjöllunina jákvæðari og skemmtilegri að þá er eins og það sé verið að tala það niður að spila á grasi."

Björn skaut svo aðeins á sérfræðingana í Stúkunni og segir að hann vilji aldrei sjá gervigras í Kaplakrika.

„Gömlu kallarnir sem eru í stúkunni hafa örugglega aldrei spilað á svona góðu grasi, hann er gjörsamlega frábær völlurinn. Ég er 35 ára og ég elska að spila á grasi það er eitthvað náttúrulegt við það, mér finnst umræðan vera þannig að deildin eigi bara vera á gervigrasi. Þegar maður er með svona völl myndi ég aldrei vilja gervigras á Kaplakrika.“

FH hefur gengið mun betur á grasi en gervigrasi og eru FH-ingar taplausir á grasinu í Kaplakrika. Er Björn með útskýringu á því?

„Það gæti verið útaf gervigrasi og grasi og svoleiðis en nei ég er ekki með útskýringu. Ef ég væri með útskýringu væri ég örugglega í þjálfarateyminu hjá Heimi. Svo getur þetta verið allsskonar. Þótt menn vilji ekki viðurkenna það þá getur það verið andlegt þegar menn eru að fara að spila á grasi og gervigrasi. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er bara fótbolti sama hvort hann sé spilaður á grasi eða gervigrasi. Ef þú ætlar að vera góður leikmaður þarftu að geta spilað á bæði. Sérstaklega ef leikmenn vilja spila erlendis.“ sagði Björn Daníel sem ræddi um framhaldið nánar í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Björn Daníel má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner