Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
   sun 13. júlí 2025 20:45
Sölvi Haraldsson
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Björn Daníel skoraði tvö í dag.
Björn Daníel skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Góð frammistaða í heildina. Við fengum fyrsta markið auðvitað gefins en það var mikilvægt að ná inn öðru markinu fyrir hálfleikinn. Þriðja markið sem við skorum var virkilega mikilvægt og drepur leikinn. Það er oft þannig að þegar það er erfitt hjá liðum að þá brotna þau og við nýttum okkur það í lokin með að setja tvö í viðbót. Heilt yfir nýttum við okkar færi og stöðurnar okkar sem hefur kannski vantað hjá okkur í sumar, gott að gera það.“ sagði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 5-0 sigur á KA í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

Fannst Birni leikurinn vera einhverntímann í hættu fyrir FH?

„Mér fannst þeir aldrei fá einhver dauðafæri, þeir komust í álitlegar stöður öðru hvoru en gerðu sér kannski ekkert úr því. Það er langt síðan ég vann 5-0. Það er alltaf þægilegt þegar maður kemur útaf að geta sest niður og slappað af. Það er gaman að vinna leiki 1-0 en það er gaman að vinna leiki þægilega líka.“

Björn Daníel skaut á sérfræðinga Stúkunnar á X-inu í vikunni þar sem var verið að ræða gras og gervigras á Íslandi, færsluna má finna neðst í fréttinni. FH er graslið og líður betur á grasi. Björn var spurður nánar út í þessa færslu, hvað hann átti við.

„Ég er nú ekki vanur að tjá mig um svona hluti en það var verið að tala um að einhverjar lélegar sendingar og snertingar eftir seinasta leik. En ég fékk það bara staðfest að sendingaprósentan í seinasta leik gegn Stjörnunni var ekkert mikið slakari en í flestum öðrum leikjum í deildinni sem voru á gervigrasi. Eina sem fer í taugarnar á mér er að það er umfjöllun um íslenskan fótbolta og þú ert með besta grasvöll á landinu. Í staðinn fyrir að tala jákvætt um það og gera umfjöllunina jákvæðari og skemmtilegri að þá er eins og það sé verið að tala það niður að spila á grasi."

Björn skaut svo aðeins á sérfræðingana í Stúkunni og segir að hann vilji aldrei sjá gervigras í Kaplakrika.

„Gömlu kallarnir sem eru í stúkunni hafa örugglega aldrei spilað á svona góðu grasi, hann er gjörsamlega frábær völlurinn. Ég er 35 ára og ég elska að spila á grasi það er eitthvað náttúrulegt við það, mér finnst umræðan vera þannig að deildin eigi bara vera á gervigrasi. Þegar maður er með svona völl myndi ég aldrei vilja gervigras á Kaplakrika.“

FH hefur gengið mun betur á grasi en gervigrasi og eru FH-ingar taplausir á grasinu í Kaplakrika. Er Björn með útskýringu á því?

„Það gæti verið útaf gervigrasi og grasi og svoleiðis en nei ég er ekki með útskýringu. Ef ég væri með útskýringu væri ég örugglega í þjálfarateyminu hjá Heimi. Svo getur þetta verið allsskonar. Þótt menn vilji ekki viðurkenna það þá getur það verið andlegt þegar menn eru að fara að spila á grasi og gervigrasi. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er bara fótbolti sama hvort hann sé spilaður á grasi eða gervigrasi. Ef þú ætlar að vera góður leikmaður þarftu að geta spilað á bæði. Sérstaklega ef leikmenn vilja spila erlendis.“ sagði Björn Daníel sem ræddi um framhaldið nánar í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Björn Daníel má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner