Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
   sun 13. júlí 2025 20:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með þennan sigur, ekki bara sigurinn heldur hvernig við unnum. Þetta var hollt og gott fyrir alla FH-inga," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir stórsigur gegn KA í Kaplakrika í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

„Við vorum ósáttir við að fá ekki víti alveg í lokin á hálfleiknum, það þarf að skoða það aftur. Það er talað um að 2-0 sé hættulegasta forystan en við fylgdum frammistöðunni í fyrri hálfleik vel á eftir í seinni hálfleik og kláruðum þetta eins og alvöru menn."

„Við héldum núllinu og skoruðum fullt af mörkum. Það er hægt að tala um að réttir menn hafi skorað mörkin. Sem sóknarmaður þekki ég það sjálfur að það gerir mikið fyrir þig að skora. Ég hlakka til að horfa á leikinn aftur og greina hann. Við getum sýnt strákunum jákvæðar og góðar klippur. Síðasti leikur og leikurinn núna sýnir það þegar við gerum það sem við leggjum upp með og spilum sem lið þá erum við frábærir."

FH er ósigrað á heimavelli en hefur aðeins nælt í þrjú stig á útivelli. FH spilar á nátturulegu grasi og við litla kátínu margra sem telja að gervigras sé nauðsynlegt á Íslandi í dag.

„Mér finnst hún bara djók. Hvaða umræðu er verið að tala um, þær hafa verið svo stórkostlegar. Ég er ekki gamall, ég var að verða 39 ára fyrir þremur dögum síðan, mér finnst að fótbolti eigi að vera spilaður á grasi ef það getur verið gott. Grasið í Kaplakrika er algjörlega óaðfinnanlegt og grasið sem við æfum á hverjum degi er líka frábært og örugglega það sem koma skal. Við æfum allan veturinn á gervigrasi og lungann úr árinu þannig þessi umræða dæmir sig sjálf. Okkur líður vel hér og við lokum eyrunum fyrir þessu og spilum okkar bolta," sagði Kjartan Henry.
Athugasemdir