Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   sun 13. júlí 2025 20:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með þennan sigur, ekki bara sigurinn heldur hvernig við unnum. Þetta var hollt og gott fyrir alla FH-inga," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir stórsigur gegn KA í Kaplakrika í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

„Við vorum ósáttir við að fá ekki víti alveg í lokin á hálfleiknum, það þarf að skoða það aftur. Það er talað um að 2-0 sé hættulegasta forystan en við fylgdum frammistöðunni í fyrri hálfleik vel á eftir í seinni hálfleik og kláruðum þetta eins og alvöru menn."

„Við héldum núllinu og skoruðum fullt af mörkum. Það er hægt að tala um að réttir menn hafi skorað mörkin. Sem sóknarmaður þekki ég það sjálfur að það gerir mikið fyrir þig að skora. Ég hlakka til að horfa á leikinn aftur og greina hann. Við getum sýnt strákunum jákvæðar og góðar klippur. Síðasti leikur og leikurinn núna sýnir það þegar við gerum það sem við leggjum upp með og spilum sem lið þá erum við frábærir."

FH er ósigrað á heimavelli en hefur aðeins nælt í þrjú stig á útivelli. FH spilar á nátturulegu grasi og við litla kátínu margra sem telja að gervigras sé nauðsynlegt á Íslandi í dag.

„Mér finnst hún bara djók. Hvaða umræðu er verið að tala um, þær hafa verið svo stórkostlegar. Ég er ekki gamall, ég var að verða 39 ára fyrir þremur dögum síðan, mér finnst að fótbolti eigi að vera spilaður á grasi ef það getur verið gott. Grasið í Kaplakrika er algjörlega óaðfinnanlegt og grasið sem við æfum á hverjum degi er líka frábært og örugglega það sem koma skal. Við æfum allan veturinn á gervigrasi og lungann úr árinu þannig þessi umræða dæmir sig sjálf. Okkur líður vel hér og við lokum eyrunum fyrir þessu og spilum okkar bolta," sagði Kjartan Henry.
Athugasemdir
banner