
Riðlakeppninni á EM kvenna lauk í kvöld en Frakkland og England tóku síðustu sætin í átta liða úrslitum.
England er ríkjandi Evrópumeistari og eftir tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð var liðið enn í örlítilli hættu á að falla úr leik í riðlakeppninni.
England er ríkjandi Evrópumeistari og eftir tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð var liðið enn í örlítilli hættu á að falla úr leik í riðlakeppninni.
Það var hins vegar aldrei spurning að England myndi vinna Wales. Liðið var komið með 4-0 forystu í hálfleik. Beth Mead og Agnes Beever-Jones unnnu saman í tveimur mörkum Englands í seinni hálfleik. Þá skoraði Hannah Cain sárabótamark fyrir Wales.
Frakkland er efst í riðlinum með fullt hús stiga. Liðið var undir gegn Hollandi í hálfleik en Frakkar skoruðu þrjú mörk á sex mínútna kafla. Sakina Karchaoui innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.
Frakkland mætir Þýskalandi í 8-liða úrsliitum og England mætir Svíþjóð.
D-riðill
Frakkland 9 stig
England 6 stig
Holland 3 stig
Wales 0 stig
England W 6 - 1 Wales W
1-0 Georgia Stanway ('13 , víti)
2-0 Ella Toone ('21 )
3-0 Lauren Hemp ('30 )
4-0 Alessia Russo ('44 )
5-0 Beth Mead ('72 )
5-1 Hannah Cain ('76 )
6-1 Jones Agnes Beever ('89 )
Netherlands W 2 - 5 France W
0-1 Sandie Toletti ('22 )
1-1 Victoria Pelova ('26 )
2-1 Selma Bacha ('41 , sjálfsmark)
2-2 Marie-Antoinette Katoto ('61 )
2-3 Delphine Cascarino ('64 )
2-4 Delphine Cascarino ('67 )
2-5 Sakina Karchaoui ('90 , víti)
Athugasemdir