Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili en hún sleit krossband í hné í 5-1 sigrinum á Keflavík í fyrradag.
Mist hefur verið einstaklega óheppin með meiðsli á ferli sínum en þetta er í þriðja skipti sem hún slítur krossband á jafnmörgum árum.
Mist hefur verið einstaklega óheppin með meiðsli á ferli sínum en þetta er í þriðja skipti sem hún slítur krossband á jafnmörgum árum.
Í leiknum á mánudag kom Mist inn á sem varamaður á 77. mínútu en meiddist skömmu síðar.
Thelma Björk Einarsdóttir er einnig frá keppni hjá Val þessa dagana en hún fékk höfuðhögg í 2-2 jafnteflinu gegn Breiðabliki í toppslanum í síðustu viku.
Ekki er ennþá ljóst hversu lengi Thelma verður frá keppni vegna meiðslanna.
Valur er með 25 stig á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liðið er með betri markatölu en Breiðablik sem er einnig með 25 stig.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir