Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í fyrsta leik Spánverjans Rafa Benitez með Everton.
Everton hóf undirbúningstímabil sitt í síðustu viku og endaði vikuna á því að spila æfingaleik við Accrington Stanley á æfingasvæði sínu á laugardag.
Allir leikmenn sem gátu spilað leikinn fengu að spreyta sig og þar á meðal var íslenski landsliðsmaðurinn.
Varnarmaðurinn Lewis Gibson skoraði í seinni hálfleik eftir aukaspyrnu Gylfa.
Leikurinn endaði 3-0 fyrir Everton en hægt er að sjá mörkin úr leiknum hér að neðan.
Sjá einnig:
Mynd: Benítez og Gylfi í góðum gír
Athugasemdir