banner
   mán 05. júlí 2021 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Benítez og Gylfi í góðum gír
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Everton er að hefja undirbúningstímabil sitt og eru þeir leikmenn sem eru ekki að spila á stórmótum að mæta til æfinga í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson mætti á æfingasvæðið í morgun og voru birtar myndir af honum er hann spjallaði við nýjan knattspyrnustjóra sinn, Rafa Benítez, á leið inn.

Gylfi hefur undanfarið verið orðaður við Al-Hilal í Sádí-Arabíu en félagið er sagt hafa mikinn áhuga á honum.

Gylfi, sem er 31 árs, er ekki spenntur fyrir því að fara til Sádí-Arabíu. Gylfi er enn á góðum aldri og hann átti mjög gott tímabil með Everton 2020/21. Hann er samningsbundinn Everton út næstu leiktíð.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Gylfa undir stjórn Benítez, sem er auðvitað fyrrum stjóri Liverpool og Real Madrid. Hann vann Meistaradeildina eftirminnilega með Liverpool 2005.


Athugasemdir
banner
banner
banner