Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. ágúst 2022 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið umtalaða á Selfossi - Rétt að gefa rautt?
Lengjudeildin
Erlendur Eiríksson
Erlendur Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Helgi
Hermann Helgi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær átti sér stað umtalað atvik á Selfossi þegar leikmaður Þórs fékk rautt spjald fyrir brot á Hrvoje Tokic sem er framherji Selfoss.

Hermann Helgi Rúnarsson fékk að líta rauða spjaldið en eins og sést á myndbandinu þá var það Orri Sigurjónsson sem var brotlegur.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Erlendur Eiríksson dæmdi leikinn og tók hann sig drjúgan tíma í að taka ákvörðun um að gefa Hermanni rauða spjaldið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sagði Hermann við Erlend að hann væri að gefa röngum manni spjald þegar hann ætlaði að reka Birgi Ómar Hlynsson af velli og urðu afleiðingarnar þær að Hermann sjálfur fékk rauða spjaldið.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan en það eru skiptar skoðanir um hvort að rétt ákvörðun hafi verið að lyfta rauðu spjaldið fyrir brotið. Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-1 og urðu lokatölurnar 2-1 fyrir Selfyssingum.

„Ég veit ekki hvað það var," svaraði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, þegar hann var spurður út í spjaldaruglinginn og hélt svo áfram „en Tokic var að fara frá markinu þannig þetta er aldrei rautt spjald. Þetta er ákvörðun sem dómari þarf að taka á einhverjum sekúndubrotum þegar hann hafði ekki einu sinni hugmynd um hver hafði brotið af sér. Hefði hann verið sloppinn í gegn þá væri þetta klárt rautt en hann er að tékka til baka og lendir á miðjumanni. Dómarinn gerir stór mistök þarna en það var bara áskorun fyrir okkur að spila manni færri í fyrsta skipti í sumar og ég er þvílíkt ánægður með hvernig strákarnir leystu það."

Gary Martin, leikmaður Selfoss, var ósammála Láka og sagði að um klárt rautt spjald hefði verið að ræða. „Þetta var rautt spjald en á rangan mann. Það hefði verið fínt að losna við Orra af vellinum því að mínu mati er hann þeirra besti leikmaður," sagði Gary.

Viðtölin við Láka og Gary má sjá neðst í fréttinni.

Smelltu hér til að sjá myndbandið á Youtube


Láki: Dómarinn gerir stór mistök - Aldrei rautt spjald
Gary: Stebbi er einn af bestu markvörðum landsins
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner