Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 11. ágúst 2024 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dönsk félög hafa áhuga á Daníel Tristan - Fylgir hann í fótspor bróður síns?
Mynd: Malmö
Mynd: Malmö
Andri Lucas fékk tækifæri til að láta ljós sitt skína á síðasta tímabli og greip það.
Andri Lucas fékk tækifæri til að láta ljós sitt skína á síðasta tímabli og greip það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Tristan Guðjohnsen hefur ekki verið í hópnum hjá sænska liðinu Malmö frá því í æfingaleik gegn Lyngby í júní. Þá lék hann síðustu mínútur leiksins.

Hann er í leit að meistaraflokksmínútum og sér hann tækifæri til þess annars staðar. Dönsk félög hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir og eru Lyngby og Álaborg á meðal þeirra, bæði lið leika í efstu deild í Danmörku. Sævar Atli Magnúson og Kolbeinn Finnsson leika með Lyngby og Nóel Atli Arnórsson, jafnaldri Daníels, er leikmaður Álaborgar.

Daníel Tristan er bróðir Andra Lucasar sem fór á láni frá Norrköping til Lyngby á síðasta tímabili og sprakk út, lék virkilega vel, raðaði inn mörkum og var að lokum keyptur til Lyngby og svo keyptur áfram til Gent í Belgíu.

Daníel er átján ára sóknarmaður sem er samningsbundinn er Malmö út næsta ár. Hann er uppalinn hjá Barcelona og Real Madrid en hélt til Svíþjóðar í lok sumars 2022.

Hann á að baki tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands. Meiðsli seinni hluta síðasta tímabils komu í veg fyrir að landsleikirnir yrðu enn fleiri og þá var honum meinað að fara með U19 landsliðinu á lokamót EM í fyrra þar sem hann var orðinn hluti af aðalliðshópi sænska stórliðsins.

Athugasemdir
banner
banner