Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   sun 11. ágúst 2024 22:33
Sölvi Haraldsson
Hótað rauðu spjaldi - „Bullið sem maður fær í andlitið“
Dóri var ekki sáttur með dómgæsluna í dag.
Dóri var ekki sáttur með dómgæsluna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð var sá brotlegi í vítinu sem Blikar fengu á sig í fyrri hálfleik.
Davíð var sá brotlegi í vítinu sem Blikar fengu á sig í fyrri hálfleik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég sagði Viktori ekki að brjóta.“
„Ég sagði Viktori ekki að brjóta.“
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta eru vonbrigði eftir geggjaðan seinni hálfleik og þvílíka yfirburði. Sérstaklega þegar við erum komnir í 2-1 og fáum gott færi til að komast í 3-1 og ganga frá leiknum.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Garðarbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Þeir fá ókeypis víti í fyrri hálfleik sem setti okkur í erfiða stöðu í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög taktískur og 0-0 í hálfleik hefði ekki verið slæm staða. En þessi vítaspyrnudómur er eitthvað mesta fíaskó sem ég oðrið vitni af. Davíð Ingvarsson stendur inni í teig með hendurnar niðri, Emil setur báðar hendur utan um hann og grýtir honum í jörðina. Þetta var brot og sennilega gult spjald (á Emil). Davíð stendur upp, snýr bak í völlinn, með hendina upp við síðuna og fær boltann í hendina. Þetta fer í hendina á honum og kannski hægt að réttlæta að þetta sé hendi, ég veit það ekki.“ sagði Halldór og bætti svo við að honum var hótað að fá rautt spjald.

En að reyna að ræða síðan við dómarateymið og fá einhver svör og skýringar, og bullið sem maður fær hérna í andlitið. Lýsingar á einhverjum atburðum sem áttu sér stað í einvherri annari veröld eða öðrum leik í besta falli. Hótanir og rauð spjöld ef maður spyr oftar, þetta er ekki hægt. Þegar það er sparkað í andlitið á Höskuldi er það auðvitað ekki neitt. Það er leiðinlegt að þurfa að tala um þetta en þetta hafði risa áhrif á þennan leik.“

Hverskonar lýsingar fær Halldór frá dómaranum um þennan vítaspyrnudóm?

Ég fékk allskonar lýsingar á því hvernig Davíð væri að hrinda, ýta og berja menn og eitthvað. Svo horfir maður á þetta aftur og hann fær tvær hendur í kassann og er grýtt í jörðina. Þetta ótrúlegt. En aðalatriðið er að þeir voru örugglega að gera sitt besta. Þegar þeir koma heim og horfa á leikinn aftur, sem ég vona að þeir geri, verður það erfitt fyrir þá að gera svona stór mistök. Kannski verður maður að sýna þeim samúð en þetta var alltof stórt atvik í leiknum.

Halldóri fannst Stjarnan komast upp með margt í dag.

Mér fannst Stjarnan fá ókeypis víti og mér fannst Stjarnan sleppa við að fá víti á sig. Ég skil ekki yfir hverju þeir eru að kvarta.“

Davíð Ingvarsson lagði upp bæði mörk Blika en Dóri var ánægður með hann í dag.

Hrikalega ánægður með Davíð. Hann er kannski að spila aðeins ofar á vellinum en hann er vanur. Það er geggjað að fá Davíð aftur sem átti mjög góðan leik í dag.

Dóri fékk spjald í seinni hálfleiknum þegar lítið var eftir fyrir að tala við sinn eigin leikmann.

Hann var búinn að ákveða að spjalda mig, hann vildi helst gefa mér rautt. Hann gat ekki gefið mér rautt því ég var að tala við Viktor Örn. Hann eltir Helga Fróða upp, pressar á hann og vísar honum til baka. Helgi er að missa boltann og þá fer hann of aggresíft í hann og brýtur. Ef við hefðum unnið boltann værum við í frábærri stöðu. Þannig ég sagði Viktori ekki að brjóta og sýni eitthvað látbragð sem ég veit ekki hvort að hafi truflað okkar menn.“ sagði Halldór Árnason.

Viðtalið við Dóra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner