Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 11. ágúst 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Skýrslunni breytt rétt fyrir leik - „Liðsstjórinn okkar er í útlöndum“
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var mjög ánægður með okkar leik. Í fyrri hálfleik kom bara eitt lið til þess að spila fótbolta. Þeir stigu síðan upp og voru góðir í seinni og jafn leikur þar. Ég er samt ánægður með liðið. Það var mikill andi í liðinu og við vorum flottir.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Kom þetta Stjörnumönnum á óvart hversu passíft Blikaliðið var í fyrri hálfleiknum?

Nei við áttum von á þessu. Við undirbjuggum okkur fyrir það að þeir myndu bara sitja til baka og gera fáeinar tilraunir til að pressa. Þannig nei það kom ekki á óvart.

Jökull segir að það hafi allt of oft verið sparkað Kjartan Má niður án afleiðinga.

Mér fannst eins og Kjartan var tekinn niður en ég sá það ekki alveg. En það mátti taka Kjartan ansi oft niður í dag. Þetta var bara eitt af þeim sjö átta skiptum þar sem hann var tekinn niður og yfirleitt ekkert dæmt. Hitt fór í hendina en ég sá ekki hvað gerðist á undan.“

Stjarnan skilaði inn skýrslu klukkutíma fyrir leik eins og öll lið gera. Nema þegar stutt var í leik tók undirritaður eftir því að það væri búið að breyta skýrslunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Stjarnan gerir þetta.

Ég bara veit ekki hvernig liðinu var stillt upp á einhverri fyrri skýrslu. Liðstjórinn okkar er í útlöndum að gera þetta þaðan, ég bara þekki það ekki.“

Stjörnumenn vildu rautt spjald á Viktor Örn rétt áður en Blikar jafna leikinn.

Ég sá það þannig að það er tvennt í stöðunni. Það er að gera ekki neitt og það er að dæma á þetta og þá er þetta rautt spjald. Það er mannlegt eðli að fara auðveldu leiðina þegar þú ert með tvo valkosti. Langflestir kjósa að fara auðveldu leiðina eins og í þessu atviki en ég á eftir að skoða það betur. Þeir segja að Örvar hafi brotið fyrst. Ég held að þetta hafi bara verið í samræmi við margt sem var í gangi í leiknum í dag.

Jökull var ekki ánægður með dómgæsluna og kallar hana í besta falli vafasama.

Það var bara annað liðið sem fékk bara 8 eða 9 gul spjöld í ekki mjög góðum leik og hún var í besta falli vafasöm.“

Daníel Laxdal, hafsent Stjörnunnar, var mikið að stíga upp úr varnarlínu liðsins og í sóknarlínuna. Það vakti athygli í vetur að þá gerðu Stjörnumenn þetta í leik gegn KR sem skapaði mikla umfjöllun um þetta.

Við gerðum það í einum leik í vetur sem vakkti vissulega mikla athygli en það er margt í þessu. Það eru allskonar pælingar á bakvið þetta. Eitt af því er bara að ýta okkur sjálfum úr þægindarammanum. Ofan á það eru allskonar möguleikar sem þetta bíður upp á. Þetta er bara skemmtilegt. Við höfum gaman af því sem við erum að gera en það verður að meika sens. Þetta meikaði sens þannig þar að leiðandi prófuðum við það.“ sagði Jökull.

Jökull sagði við undirritaðan eftir viðtalið að Mathias Rosenörn, markmaður Stjörnunnar, hafi meiðst úti í Eistlandi en það er ekki alvarlegt og því stutt í endurkomu hans.

Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner