Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 11. ágúst 2024 22:52
Sölvi Haraldsson
Skýrslunni breytt rétt fyrir leik - „Liðsstjórinn okkar er í útlöndum“
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, kom ekki nálægt skýrslugerðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Kjartan Már var oft sparkaður niður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Daníel Laxdal steig oft úr varnarlínunni og upp í sóknarlínuna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég var mjög ánægður með okkar leik. Í fyrri hálfleik kom bara eitt lið til þess að spila fótbolta. Þeir stigu síðan upp og voru góðir í seinni og jafn leikur þar. Ég er samt ánægður með liðið. Það var mikill andi í liðinu og við vorum flottir.“ sagði Jökull I Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-2 jafntefli við Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Breiðablik

Kom þetta Stjörnumönnum á óvart hversu passíft Blikaliðið var í fyrri hálfleiknum?

Nei við áttum von á þessu. Við undirbjuggum okkur fyrir það að þeir myndu bara sitja til baka og gera fáeinar tilraunir til að pressa. Þannig nei það kom ekki á óvart.

Jökull segir að það hafi allt of oft verið sparkað Kjartan Má niður án afleiðinga.

Mér fannst eins og Kjartan var tekinn niður en ég sá það ekki alveg. En það mátti taka Kjartan ansi oft niður í dag. Þetta var bara eitt af þeim sjö átta skiptum þar sem hann var tekinn niður og yfirleitt ekkert dæmt. Hitt fór í hendina en ég sá ekki hvað gerðist á undan.“

Stjarnan skilaði inn skýrslu klukkutíma fyrir leik eins og öll lið gera. Nema þegar stutt var í leik tók undirritaður eftir því að það væri búið að breyta skýrslunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Stjarnan gerir þetta.

Ég bara veit ekki hvernig liðinu var stillt upp á einhverri fyrri skýrslu. Liðstjórinn okkar er í útlöndum að gera þetta þaðan, ég bara þekki það ekki.“

Stjörnumenn vildu rautt spjald á Viktor Örn rétt áður en Blikar jafna leikinn.

Ég sá það þannig að það er tvennt í stöðunni. Það er að gera ekki neitt og það er að dæma á þetta og þá er þetta rautt spjald. Það er mannlegt eðli að fara auðveldu leiðina þegar þú ert með tvo valkosti. Langflestir kjósa að fara auðveldu leiðina eins og í þessu atviki en ég á eftir að skoða það betur. Þeir segja að Örvar hafi brotið fyrst. Ég held að þetta hafi bara verið í samræmi við margt sem var í gangi í leiknum í dag.

Jökull var ekki ánægður með dómgæsluna og kallar hana í besta falli vafasama.

Það var bara annað liðið sem fékk bara 8 eða 9 gul spjöld í ekki mjög góðum leik og hún var í besta falli vafasöm.“

Daníel Laxdal, hafsent Stjörnunnar, var mikið að stíga upp úr varnarlínu liðsins og í sóknarlínuna. Það vakti athygli í vetur að þá gerðu Stjörnumenn þetta í leik gegn KR sem skapaði mikla umfjöllun um þetta.

Við gerðum það í einum leik í vetur sem vakkti vissulega mikla athygli en það er margt í þessu. Það eru allskonar pælingar á bakvið þetta. Eitt af því er bara að ýta okkur sjálfum úr þægindarammanum. Ofan á það eru allskonar möguleikar sem þetta bíður upp á. Þetta er bara skemmtilegt. Við höfum gaman af því sem við erum að gera en það verður að meika sens. Þetta meikaði sens þannig þar að leiðandi prófuðum við það.“ sagði Jökull.

Jökull sagði við undirritaðan eftir viðtalið að Mathias Rosenörn, markmaður Stjörnunnar, hafi meiðst úti í Eistlandi en það er ekki alvarlegt og því stutt í endurkomu hans.

Viðtalið við Jökul í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner