Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 11. september 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn um helgina - La Liga hefst á ný
Spænska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik um helgina eftir stutt undirbúningstímabil.

Það eru aðeins sjö leikir um helgina. Real Madrid, Barcelona og Sevilla fá lengra frí eftir að hafa tekið þátt í Evrópukeppnum í sumar.

Það eru fjórir leikir í beinni útsendingu, en La Liga hefst á morgun klukkan 14:00 þegar Eibar og Celta Vigo eigast við í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Hér að neðan má sjá alla leiki helgarinnar.

laugardagur 12. september
14:00 Eibar - Celta (Stöð 2 Sport 2)
16:30 Granada CF - Athletic (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Cadiz - Osasuna (Stöð 2 Sport 3)

sunnudagur 13. september
12:00 Alaves - Betis (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Valladolid - Real Sociedad
16:30 Villarreal - Huesca
19:00 Valencia - Levante


Athugasemdir
banner