Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 11. september 2023 15:15
Innkastið
„ÍA er komið upp“ - Hræðileg vegferð Aftureldingar
Lengjudeildin
ÍA fær Gróttu í heimsókn í lokaumferðinni. Skagamenn unnu 3-1 útisigur í fyrri viðureign liðanna.
ÍA fær Gróttu í heimsókn í lokaumferðinni. Skagamenn unnu 3-1 útisigur í fyrri viðureign liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Afturelding rúllaði yfir Ægi um helgina.
Afturelding rúllaði yfir Ægi um helgina.
Mynd: Raggi Óla
ÍA er með öll spil á hendi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar sem fram fer á laugardag. Þeir gulu eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugir jafntefli gegn Gróttu á heimavelli.

„Þeir eru bara komnir upp. Það var bara þessi leikur sem var eftir sem var eitthvað spurningamerki, Njarðvík á útivelli. Maður getur sagt að Njarðvíkingar hafi verið heitir og þeir hafa skorað fullt af mörkum. Það var eini leikurinn sem maður sá ÍA mögulega misstíga sig," segir Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu en ÍA vann Njarðvík um helgina.

„Ég sé Skagann ekki klúðra þessum Gróttuleik. Þeir þurfa að tapa (til að klúðra þessu)."

Aftureldingarliðið í gír er ógnvænlega gott
Það er breytt fyrirkomulag í Lengjudeildinni og aðeins eitt lið sem fer beint upp. Liðin í sætum 2-5 fara svo í úrslitakeppni þar sem barist er um hitt sætið. Um tíma var Aftureldingarliðið með átta stiga forystu í deildinni en svo fór að halla verulega undan fæti og liðið missti toppsætið.

„Þetta er einhver hræðilegasta vegferð sem maður hefur séð í mörg ár. Maður sá þetta ekki gerast, þeir voru að spila það vel og með svo mikla yfirburði í leikjum," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu fyrir rúmri viku síðan.

Afturelding rúllaði svo yfir Ægi 5-0 um helgina þar sem Elmar Cogic skoraði tvívegis.

„Virkilega mikilvægt fyrir Aftureldingu að trekkja hann í gang, fyrir úrslitakeppnina ef það verður raunin," segir Elvar Geir Magnússon. Sölvi telur Aftureldingu sigurstranglegasta liðið fyrir úrslitakeppnina.

„Ég held að Afturelding klári þetta ef þeir fara í umspilið. Þeir eru komnir núna í smá gír. Þeir gætu unnið Þrótt með nokkrum mörkum í lokaumferðinni og komið sjóðandi heitir inn í þetta. Við sáum það í sumar hvernig þeir voru þegar þeir voru upp á sitt besta," segir Sölvi en Afturelding heimsækir Þrótt, sem er í fallhættu, í lokaumferðinni.

„Það er góður punktur hjá Sölva. Afturelding upp á sitt besta er besta og skemmtilegasta lið deildarinnar. Aftureldingarliðið í gír er ógnvænlega gott. Hvernig þeir spila reitarbolta út um allan völl, tæta í sig og splundra í stutta spilinu og búa til færi. Þeir voru með mína menn upp við kaðlana í 90 mínútur," segir Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis. „Mér finnst þeir líklegri í dag til að klára þessa úrslitakeppni en mér fannst þeir fyrir viku síðan."

Liðið sem endar í öðru sæti mætir Leikni í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fjölnir mætir Vestra.
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir