Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 11. september 2023 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba gæti fengið allt að fjögurra ára bann
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba er sagður hafa fallið á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu.

Fjölmiðlar á Ítalíu, þar á meðal Corriere dello Sport, segja frá því að Pogba hafi mælst með of hátt magn af testósteróni í líkamanum eftir leikinn sem var gegn Udinese.

Málið er til rannsóknar en Pogba gæti fengið allt að fjögurra ára bann frá fótbolta ef það kemur í ljós að miðjumaðurinn viljandi ólögleg lyf.

Pogba gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu síðasta sumar eftir erfiðan tíma hjá Manchester United.

Erfiðu tímarnir hafa haldið áfram á Ítalíu og var hann mikið meiddur á síðustu leiktíð. Núna gæti hann verið á leið í langt bann en það á eftir að koma í ljós hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner