Leikmenn neituðu viðtölum
Fjölmiðlar í Bosníu og Hersegóvínu segja að Meho Kodro landsliðsþjálfari verði rekinn eftir tapið á Laugardalsvelli í kvöld. Aðeins eru 30 dagar síðan hann var ráðinn þjálfari landsliðs þjóðarinnar í annað sinn.
Eftir nauman sigur gegn smáríkinu Liechtenstein kom þetta tap gegn Íslandi og vefmiðillinn sportske.ba hefur eftir háttsettum aðila innan fótboltasambands Bosníu, sem ekki er nafngreindur, að breytingar verði gerðar. Hann segir Kodro hafa sýnt að hann sé ekki rétti maðurinn til að leiða liðið áfram.
Þetta yrðu þá önnur þjálfaraskipti Bosníu síðan undankeppnin hófst. Faruk Hadzibegic, sem var við stjórnvölinn þegar Bosnía vann Ísland 3-0, var rekinn úr starfi í júní
Eftir nauman sigur gegn smáríkinu Liechtenstein kom þetta tap gegn Íslandi og vefmiðillinn sportske.ba hefur eftir háttsettum aðila innan fótboltasambands Bosníu, sem ekki er nafngreindur, að breytingar verði gerðar. Hann segir Kodro hafa sýnt að hann sé ekki rétti maðurinn til að leiða liðið áfram.
Þetta yrðu þá önnur þjálfaraskipti Bosníu síðan undankeppnin hófst. Faruk Hadzibegic, sem var við stjórnvölinn þegar Bosnía vann Ísland 3-0, var rekinn úr starfi í júní
Það gustar mikið um fótboltasamband Bosníu og Hersegóvínu og það ekki í fyrsta sinn. Margir vilja meina að vandamálið sé í rótunum og sé stjórn sambandsins.
Mikil óánægja er með uppskeruna en líkt og Ísland er Bosnía með sex stig í riðlinum. Þá er liðið nokkuð öruggt með sæti í umspilinu í mars, rétt eins og Ísland, en ekki er útlit fyrir að Kodro fái það hlutverk að stýra liðinu þar.
Vico Zeljkovic, forseti fótboltasambands Bosníu og Hersegóvínu, segir í færslu á Facebook að stórar breytingar verði gerðar eftir tapið á Íslandi í kvöld.
Þeir bosnísku fjölmiðlamenn sem komu til Íslands eru einnig mjög ósáttir við að enginn leikmaður liðsins veitti viðtal eftir tapið í Laugardalnum. Allir leikmenn fóru í gegnum viðtalssvæðið án þess að yrða á fjölmiðlamenn.
”The arrogance of the stars (players) refusing to appear in front of the cameras showed what they think about the Bosnian public and how much they care about the opinions of people who invest their own money to come and support them.
— BiHFootball (@BiHFootball) September 11, 2023
In doing so, they displayed immense… pic.twitter.com/EkVu2Z4sR9
Athugasemdir