Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. október 2020 06:00
Fótbolti.net
Árni Elvar skrifar undir við Leikni til 2023
Mynd: Haukur Gunnarsson
Á dögunum skrifaði Árni Elvar Árnason undir nýjan samning við Leikni en hann er uppalinn hjá félaginu.

Árni Elvar verður 24 ára í næsta mánuði en þessi öflugi miðjumaður lék sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir meistaraflokk Leiknis í 1. deildinni 2016. Á þessu tímabili hefur hann leikið 19 af 20 leikjum Leiknis í Lengjudeildinni.

Leiknismenn eru í öðru sæti deildarinnar og í baráttu um að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili.

„Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason lætur verkin tala innan sem utan vallar! Árni Elvar er mikilvægur hlekkur í Leiknisfjölskyldu sinni og hjarta hans slær svo sannarlega í takt við félagið," segir á heimasíðu Leiknis.

Næst síðasta umferð Lengjudeildarinnar hefði átt að fara fram í gær en Íslandsmótið er í stöðvun eins og lesendur vita.

Maðurinn sem lætur verkin tala innan sem utan vallar! Árni Elvar hefur framlengt til 2023. Leiknir er Árni Elvar og Árni Elvar er Leiknir!

Posted by Leiknir R on Þriðjudagur, 6. október 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner