Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. október 2020 11:04
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth hafnar tilboði West Ham í King
Joshua King gæti yfirgefið Bournemouth
Joshua King gæti yfirgefið Bournemouth
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Bournemouth hefur hafnað tilboði West Ham í norska framherjann Joshua King en enskir miðlar greina frá þessu í dag.

King, sem er 28 ára gamall, skoraði 6 mörk og lagði upp 4 í 26 leikjum með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Stigasöfnunin gekk þó erfiðlega og féll liðið niður í B-deildina en félagið hefur misst nokkra lykilmenn í sumar.

Ensku úrvalsdeildarfélögin mega enn kaupa leikmenn innan Englands en sá gluggi lokar eftir fimm daga.

Samkvæmt ensku miðlunum lagði West Ham fram 13 milljón punda tilboð í King á dögunum en Bournemouth hafnaði því.

West Ham er að undirbúa annað tilboð í King en félagið er einnig að reyna við Said Benrahma, leikmann Brentford.
Athugasemdir
banner
banner