Petar Planic hefur yfirgefið Þór Akureyri en hann lék með liðinu í Lengjudeildinni á nýliðnu tímabili. Með Þór spilaði Petar 20 leiki í deild og bikar.
Petar er 32 ára Serbneskur varnarmaður en hann hefur aðallega spilað sem hafsent á sínum ferli en getur einnig leyst bakvarðarstöðurnar.
Petar hefur spilað 66 leiki í Superliga, efstu deild í Serbíu og 74 leiki í næst efstu deild Serbíu. Hann gekk til liðs við Þór frá Maziya á Maldives eyjum fyrr á þessu ári. Petar er mikill ævintýramaður en hann hefur auk Íslands, Serbíu og Maldives-eyja spilað í Indónesiu, Bosníu, Bangladesh, Moldóvíu og Líbanon.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Petar áhuga á að spila áfram á Íslandi.
Athugasemdir