André Onana, markvörður Manchester United, átti bestu markvörslu mánaðarins í ensku úrvalsdeildildinni en þetta var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í dag.
Kamerúninn bauð upp á magnaða frammistöðu í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace á Selhurst Park og voru tvær vörslur þar sem tryggðu honum verðlaunin.
Onana varði gott skot Eddie Nketiah áður en hann varði frákastið frá Ismaila Sarr.
Þetta er í annað sinn sem Onana fær verðlaun fyrir markvörslu mánaðarins en hann fékk þau einnig í apríl á síðasta tímabili.
Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu í deildinni á þessu tímabili, eins og Alisson Becker, en þeir tveir leiða baráttuna um gullhanskann eftirsótta.
A picture perfect Andre Onana double save ???? pic.twitter.com/cFFEmF6c19
— Premier League (@premierleague) September 25, 2024
Athugasemdir