Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Onana á markvörslu mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
André Onana, markvörður Manchester United, átti bestu markvörslu mánaðarins í ensku úrvalsdeildildinni en þetta var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í dag.

Kamerúninn bauð upp á magnaða frammistöðu í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace á Selhurst Park og voru tvær vörslur þar sem tryggðu honum verðlaunin.

Onana varði gott skot Eddie Nketiah áður en hann varði frákastið frá Ismaila Sarr.

Þetta er í annað sinn sem Onana fær verðlaun fyrir markvörslu mánaðarins en hann fékk þau einnig í apríl á síðasta tímabili.

Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu í deildinni á þessu tímabili, eins og Alisson Becker, en þeir tveir leiða baráttuna um gullhanskann eftirsótta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner