Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fös 11. nóvember 2016 08:15
Elvar Geir Magnússon
Parma
Gylfi: Mín uppáhaldsstaða meira á miðjusvæðinu
Icelandair
Gylfi, Aron Einar og Heimir Hallgrímsson slaka á í Parma.
Gylfi, Aron Einar og Heimir Hallgrímsson slaka á í Parma.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Að vissu leyti," segir Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands, þegar hann er spurður að því hvort ekki sé hægt að tala um Hefndarförina til Zagreb. Íslenski hópurinn ferðast yfir til Króatíu í dag og mætir heimamönnum á Maksimir leikvanginum annað kvöld.

Ísland tapaði fyrir Króatíu 2013 í umspili um sæti á HM á þessum sama velli. Aðstæður verða öðruvísi núna en leikið verður fyrir luktum dyrum þar sem Króatar taka út refsingu vegna óláta áhorfenda í síðustu undankeppni.

„Tilfinningin í búningsklefanum eftir leikinn síðast var ekkert sérstök. Við erum allt annað lið í dag en við vorum þá. Við erum betri og reynslunni ríkari eftir síðasta leik. Við viljum sýna að við höfum bætt okkur, Við vitum það persónulega að við erum heilsteyptara lið og með breiðari hóp en við vorum með þá."

„Þeir vita að við erum með mjög sterkt lið og höfum verið það síðustu ár. Því miður er flestir hættir að vanmeta okkur en það sýnir hversu langt við höfum komist á síðustu fimm árum. Bætingin hefur verið frábær og vonandi heldur hún áfram."

Heimir velur það sem er best fyrir liðið
Ísland leikur án tveggja sinna helstu markaskorara, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki í hópnum vegna meiðsla.

„Að sjálfsögðu er ekkert sérstakt að missa framherja sem skora mikið af mörkum, svo missum við líka Emil sem er einn reyndasti maðurinn í hópnum. Kolli og Alfreð hafa spilað mjög vel upp á topp hjá okkur en aðrir verða að reyna að skora í staðinn fyrir þá. Vonandi ná þeir sér fljótt og verða tilbúnir í næsta leik," segir Gylfi.

Rætt hefur verið um þann möguleika að láta Gylfa spila framar á vellinum í fjarveru Alfreðs og Kolbeins en Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, er meðal þeirra sem vilja sjá það útspil.

„Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu. Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið. Ef við náum stigi eða þremur í Zagreb erum við í mjög góðum málum."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Seinni hluti viðtalsins er um Swansea en sá hluti birtist einnig á síðunni í gær
Athugasemdir