Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 11. nóvember 2020 13:19
Elvar Geir Magnússon
Pablo: KR þarf að taka erfiðar ákvarðanir fjárhagslega
Pablo Puyned í treyju Víkinga.
Pablo Puyned í treyju Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Pablo Punyed hefur yfirgefið KR og gengið í raðir Víkinga en Pablo var kynntur á fréttamannafundi í Fossvoginum í dag. Hann fór í viðræður við KR um nýjan samning en ekki náðist samkomulag.

KR-ingar náðu ekki Evrópusæti og viðræðurnar við Pablo sigldu í strand.

„Samningur minn við KR er að renna út og við náðum ekki samkomulagi um nýjan. Þeir þurfa að taka erfiðar ákvarðanir fjárhagslega og við náðum ekki samkomulagi," segir Pablo.

„Ég vildi vera hluti af því sem er í gangi hjá Víkingi og þeim fótbolta sem liðið spilar. Það eru margir ungir leikmenn og svo reynslumiklir menn eins og Kári og Sölvi. Ég vil vera hluti af liði sem spilar svona fótbolta."

Pablo hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og vonast til að vinna til verðlauna með Víkingum.

„Víkingar eru með gott lið og frábært þjálfarateymi. Ég er hér bæði til að læra og hjálpa. Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner