Argentínska ungstirnið Alejandro Garnacho skoraði hreint stórglæsilegt mark þegar Manchester United vann 3-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Athygli vakti að Garnacho fagnaði markinu ekki. Bruno Fernandes fyrirliði United fór upp að honum og sagði eitthvað við hann. Garnacho sneri sér síðan að stúkunni og fagnaði í átt að áhorfendum.
Bruno var spurður út í þetta eftir leik.
Athygli vakti að Garnacho fagnaði markinu ekki. Bruno Fernandes fyrirliði United fór upp að honum og sagði eitthvað við hann. Garnacho sneri sér síðan að stúkunni og fagnaði í átt að áhorfendum.
Bruno var spurður út í þetta eftir leik.
„Garnacho skoraði glæsimark en fagnaði ekki eins og hann ætti að gera því hann heldur að hann hafi misst trúna frá hluta af stuðningsmönnum. Ég sagði honum að ákveðið fólk myndi alltaf tuða en það væri fullt af fólki sem líkar við hann og hefur gaman að því sem hann gerir," sagði Bruno.
„Ég sagði honum að fagna, þetta mark var sérstakt. Hann er sérstakur leikmaður. Hann er leikmaður sem getur gert gæfumuninn og getur skilað sigrum. Við viljum að þeir skori í öllum leikjum en það mun ekki gerast."
Það kom í fréttirnar á dögunum þegar Garnacho lenti í orðaskiptum við stuðningsmann þegar hann var að veita áritanir fyrir utan Old Trafford.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 11 | 9 | 1 | 1 | 21 | 6 | +15 | 28 |
2 | Man City | 12 | 7 | 2 | 3 | 22 | 17 | +5 | 23 |
3 | Chelsea | 12 | 6 | 4 | 2 | 23 | 14 | +9 | 22 |
4 | Arsenal | 12 | 6 | 4 | 2 | 21 | 12 | +9 | 22 |
5 | Brighton | 12 | 6 | 4 | 2 | 21 | 16 | +5 | 22 |
6 | Tottenham | 12 | 6 | 1 | 5 | 27 | 13 | +14 | 19 |
7 | Nott. Forest | 12 | 5 | 4 | 3 | 15 | 13 | +2 | 19 |
8 | Aston Villa | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 19 | 0 | 19 |
9 | Newcastle | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 11 | +2 | 18 |
10 | Fulham | 12 | 5 | 3 | 4 | 17 | 17 | 0 | 18 |
11 | Brentford | 12 | 5 | 2 | 5 | 22 | 22 | 0 | 17 |
12 | Man Utd | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 12 | 0 | 15 |
13 | Bournemouth | 12 | 4 | 3 | 5 | 16 | 17 | -1 | 15 |
14 | West Ham | 11 | 3 | 3 | 5 | 13 | 19 | -6 | 12 |
15 | Everton | 12 | 2 | 5 | 5 | 10 | 17 | -7 | 11 |
16 | Leicester | 12 | 2 | 4 | 6 | 15 | 23 | -8 | 10 |
17 | Wolves | 12 | 2 | 3 | 7 | 20 | 28 | -8 | 9 |
18 | Crystal Palace | 12 | 1 | 5 | 6 | 10 | 17 | -7 | 8 |
19 | Ipswich Town | 11 | 1 | 5 | 5 | 12 | 22 | -10 | 8 |
20 | Southampton | 11 | 1 | 1 | 9 | 7 | 21 | -14 | 4 |
Athugasemdir