Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Líklegt byrjunarlið - Aron Einar, Willum og nokkrir sjálfvaldir
Icelandair
Aron Einar er mættur aftur í landsliðið.
Aron Einar er mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum hefur staðið sig mjög vel með Birmingham en hefur ekki náð að halda takti eftir frábæra byrjun með landsliðinu.
Willum hefur staðið sig mjög vel með Birmingham en hefur ekki náð að halda takti eftir frábæra byrjun með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Snýr til baka úr banni.
Snýr til baka úr banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur Hákon Rafn sæti sínu?
Heldur Hákon Rafn sæti sínu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um helgina voru gerðar tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni. Daníel Leó Grétarsson og Kolbeinn Birgir Finnsson verða ekki með og inn í hópinn komu þeir Hlynur Freyr Karlsson og Dagur Dan Þórhallsson. Það urðu svo aðrar tvær breytingar í morgun þegar í ljós að Mikael Anderson og Hlynur Freyr gætu ekki tekið þátt í leikjunum. Inn í hópinn komu þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson hjá Willem II og Andri Fannar Baldursson sem er á láni hjá Elfsborg frá Bologna.

Leikurinn gegn Svartfjallalandi fer fram á laugardag og leikurinn gegn Wales á þriðjudaginn eftir rúma viku. Báðir leikirnir fara fram ytra og á Ísland möguleika á því að fara í umspil um sæti í A-deildinni ef allt gengur upp. Hópurinn kemur saman á Spáni í dag.

Að mati Fótbolta.net er samkeppnin hvað hörðust um þrjár stöður í liðinu í dag.

Hægri kantur: Tveir leikmenn berjast um stöðuna í þessum glugga. Það eru Mikael Egill Ellertsson og Willum Þór Willumsson. Willum virtist á síðasta ári vera að negla þessa stöðu en hann hefur ekki verið mjög sannfærandi í síðustu landsleikjum sínum. Það er spurning hvort að hann fái þennan leik til að sýna sig aftur eða hvort að Hareide horfi í Mikael sem er í nokkuð stóru hlutverki hjá Venezia í Serie A. Þriðji kosturinn væri svo að færa Jóhann Berg Guðmundsson út á kantinn en það hefur ekki verið gert í nokkur ár og þykir því mjög ólíklegt.

Á miðjunni með Jóa: Eins og síðustu leikir hafa verið þá er hörð samkeppni milli Arnórs Ingva Traustasonar og Stefáns Teits Þórðarsonar um hvor þeirra spilar við hlið Jóhanns Bergs Guðmundssonar á tveggja manna miðju. Stefán Teitur greip tækifærið í haust þegar Arnór var að stíga upp úr meiðslum og virðist vera hálfu skrefi á undan í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson gerir einnig tilkall en út frá síðustu leikjum virðist hann fyrir aftan hina í röðinni. Júlíus Magnússon og Andri Fannar eru svo þar á eftir.

Markmaðurinn: Hákon Rafn Valdimarsson gerði mistök gegn Tyrkjum í næstsíðasta marki leiksins. Vissulega var brotið á Hákoni en ansi klaufalegir tilburðir engu að síður. Elías Rafn Ólafsson, sem bankar hvað fastast á dyrnar, gerði slæm mistök með Midtjylland í síðustu viku. Við spáum því að Hákon, sem hefur ekkert spilað frá leiknum gegn Tyrklandi, haldi sæti sínu.

Við spáum svo að Aron Einar Gunnarsson verði við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar en Guðlaugur Victor Pálsson kemur einnig til greina.

Vinstri vængurinn velur sig sjálfur og fremstu tveir; Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen, halda líklega áfram að spila saman.

Á hættusvæði fyrir leikinn gegn Wales: Jóhann Berg, Logi Tómasson, Mikael Egill og Hákon Rafn eru einu spjaldi frá leikbanni.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner