Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sýndi leikmönnum sínum samning sem Man Utd bauð honum
Roberto de Zerbi.
Roberto de Zerbi.
Mynd: EPA
Robert De Zerbi var einn af þeim þjálfurum sem Manchester United ræddi við síðasta sumar þegar félagið íhugaði það að reka Erik ten Hag.

De Zerbi hafði þá gert góða hluti með Brighton en hann endaði á því að taka við Marseille í Frakklandi.

L'Equipe í Frakklandi segir frá því að De Zerbi hafi sýnt leikmönnum sínum hjá Marseille samninginn sem honum bauðst að fá hjá United. En hann hafi hafnað því til að taka við Marseille.

De Zerbi hafi þarna verið að sýna leikmönnum sínum að hann myndi taka ástríðu fram yfir peninga.

Ítalski stjórinn var alls ekki sáttur um liðna helgi og hótaði að hætta eftir tap liðsins gegn Auxerre í frönsku deildinni síðasta föstudag. Marseille náði í fjóra sigra og gerði eitt jafntefli í fyrstu fimm umferðunum en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner