Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 11. desember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættur eftir rifrildi við Zlatan
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: EPA
Antonio D'Ottavio er hættur sem yfirmaður fótboltamála hjá ítalska stórliðinu AC Milan.

Þetta kom fram í ítölskum fjölmiðlum í gær en þar á meðal hjá Gazzetta dello Sport.

Sagt er að hann hafi ákveðið að hætta eftir rifrildi við Zlatan Ibrahimovic, goðsögn hjá Milan. Zlatan er í dag ráðgjafi hjá ítalska félaginu.

Talið er að rifrildin hafi aðallega snúist um mál tengd unglingaliðum Milan.

D'Ottavio tók til starfa sem yfirmaður fótboltamála hjá Milan sumarið 2023 en þar áður starfaði hann sem njósnari fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner