Markvörðurinn Chante Sandiford er á leið í Stjörnuna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins:
Chante, sem er 31 árs, hefur leikið með Haukum í Lengjudeildinni undanfarin tvö tímabil og verið fyrirliði liðsins.
Hún ætlar núna að fara í Pepsi Max-deildina og leika með Stjörnunni sem hafnaði í sjötta sæti efstu deildar á síðasta ári. Stjarnan var með 18 stig eftir 16 leiki þegar mótið var blásið af.
Chante kom fyrst hingað til lands 2015 til að spila með Selfossi og var hún hér til 2017. Hún sneri svo aftur hingað til að spila með Haukum og síðustu tvö árin hefur hún verið valin í lið ársins í 1. deildinni.
Hún hefur einnig á ferli sínum leikið með Avaldsnes í Noregi, Zorky Krasnogorsk í Rússlandi ásamt nokkrum félögum í Bandaríkjunum. Þá hefur Chanté spilað 5 leiki fyrir landslið Gvæjana.
Athugasemdir