Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   mið 12. janúar 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Dyche bálreiður yfir því að Wood sé að fara til Newcastle
Chris Wood.
Chris Wood.
Mynd: EPA
Newcastle United er að ganga frá kaupum á Chris Wood, sóknarmanni Burnley, Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur verið í leit að sóknarmanni eftir að Callum Wilson meiddist á kálfa og verður frá í átta vikur.

Samkvæmt fréttum er Wood með 25 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Burnley og Newcastle hefur nýtt sér það. Wood er þrítugur Nýsjálendingur sem hefur skorað þrjú mörk í sautján deildarleikjum á tímabilinu.

Búst er við því að hann verði klár í slaginn með Newcastle í fallbaráttuslag gegn Watford á laugardag.

Burnley er í baráttu fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni og berst þar meðal annars við Newcastle en liðinu eru jöfn að stigum í fallsætum. Daily Mail segir að Sean Dyche, stjóri Burnley, sé bálreiður yfir því að vera að missa Wood til keppinauta.

Það er ekki mikil breidd hjá Burnley og félagið er ekki með varakost á blaði. Þá er sögð óánægja innan félagsins með að Wood ætli að yfirgefa félagið við þessar aðstæður.

Wood verður annar leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín eftir að Sádi-Arabarnir keyptu félagið. Kieran Trippier kom frá Atletico Madrid í síðustu viku.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner