Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Bayindir hetja Man Utd í vítaspyrnukeppni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Arsenal 1 - 1 Manchester Utd (3-5 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Bruno Fernandes ('52 )
1-1 Gabriel Magalhaes ('63 )
1-1 Martin Odegaard ('72 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Diogo Dalot, Manchester Utd ('61)


Man Utd er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur á Arsenal eftir vítaspyrnukeppni.

Bruno Fernandes náði forystunni fyrir Man Utd snemma í seinni hálfleik eftir undirbúning Alejandro Garnacho en liðið varð manni færri stuttu síðar þegar Diogo Dalot fékk sitt annað gula spjald.

Gabriel Magalhaes jafnaði metin tveimur mínútum eftir að Dalot var rekinn af velli með skoti úr teignum. Arsenal fékk vítaspyrnu þegar Harry Maguire braut á Kai Havertz í teignum.

Martin Ödegaard tók spyrnuna að venju en Altay Bayindir varði spyrnuna frá honum. Þetta var í fyrsta sinn sem Ödegaard klikkar á víti á ferlinum.

Arsenal var líklegri aðilinn í kjölfarið en Bayindir varði vel frrá Declan Rice og þá klikkaði Havertz á dauðafæri. Framlengja þurfti leikinn og Arsenal hélt áfram að sækja.

Matthijs de Ligt kom í veg fyrir að Leandro Trossard kæmi boltanum í netið af stuttu færi. Joshua Zirkzee komst næst því að skora fyrir United en David Raya varði í horn. Áfram jafnt og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Altay Bayindir var hetja Man Ud en hann varði aðra vítaspyrnuna sína í leiknum þegar hann varði frá Havertz í vítaspyrnukeppninni. Það var svo Joshua Zirkzee sem innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði úr fimmtu spyrnu liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner